Ferðaþjónusta er stærsti atvinnuvegur þjóðarinnar, stærri en sjávarútvegur. Tekjur af erlendum ferðamönnum námu 275 milljörðum króna í gjaldeyri árið 2013, 27% af „útflutningi“ vöru og þjónustu. Evrurnar flæða inn í landið. Mikilvægara er að efla þessa grein en þá grein, sem gefur minnstar tekjur, mesta eyðileggingu, minnsta vinnu. Það er stóriðjan, draumur fávitanna. Svo er ferðaþjónustan líka menningaraukandi. Eflir flestar listir og hefur látið rætast villtustu drauma matgæðinga. Nú fæst fínasti matur og fínasta kaffi á öðru hverju götuhorni. Jafnframt fækkar framsóknarmönnum og öðrum kolbítum.