Excel-skjalið róaði mig

Punktar

Albert Svan setti upp töflu yfir stefnu pírata í ótal málum eins og hann les hana úr skjölum flokksins. Taflan gefur mér skýrari mynd en áður af stefnunni. Eyðir fyrri efasemdum mínum um, að píratar hafi skýr stefnumál. Mér létti líka, þegar ég sá áherzluna á gegnsæi umfram áherzlu á persónurétt bófa. Hafði áður talið, að sitthvað væri þar brenglað, hafandi lesið þúsund athugasemda deilu um fylgi eins pírata við frumvarp Sigríðar Andersen um lokun álagningarskrár. Það var þá einkum þessi eini, sem bókaði hundruð sinnum sömu slagorðin og átti ætíð síðasta orðið. Þráhyggja einsmálsfólks er bara gamalkunn plága á nýjum flokkum.

Tafla Alberts: