Exxon byltist um

Punktar

Konunglega brezka vísindafélagið hefur krafizt þess, að auðhringurinn Exxon hætti að fjármagna áróður gegn vistfræði nútímans. Það heldur uppi stofnunum á borð við Competitive Enterprise Institute, sem fagnar losun koltvísýrings í andrúmsloftið. Exxon getur alltaf fundið fátæka fræðimenn eða jólasveina á borð við Björn Lomborg til að segja svart vera hvítt. Vísindafélagið kannar, hverjir láti kaupa sig og segir það vera skelfilegt, þegar eitt stærsta fyrirtæki heimsins ljúgi markvisst að fólki um rétt ástand heimsins. Máttur auðhringanna er mikill. Og skelfilegur.