Af undursamlegri framsýni ákvað Alþingi, að hver fyrir sig megi nota tvær milljónir í kosningabaráttu fyrir stjórnlagaþing. Þannig verður það þing þeirra, sem eru vel í efnum eða eiga góða að. Til dæmis stórfyrirtæki, sérhagsmunasamtök eða stjórnmálaflokka. Þeir, sem róa einir á báti, fá ekki þá athygli, sem tvær milljónir borga fyrir. Þannig hefur Alþingi tryggt sér framlengingu í stjórnlagaþinginu. Hefur gert sitt til, að það verði eins spillt og firrt og Alþingi er enn. Við fáum í hausinn stjórnlagaþing, sem er skipað áhangendum stjórnmálaflokka og sérhagsmnasamtaka og stórfyrirtækja.