Eyðileggja úthöfin

Punktar

Sameinuðu þjóðirnar vöruðu á föstudaginn við spillingu úthafanna. Veiðar eru að mestu stjórnlausar, þorskur er víða að deyja út. Hafið er notað sem ruslakista mannkyns. Hitinn hækkar og sýrustig vatnsins líka. Það vegur þungt, því að 90% af lífrænum efnum jarðarinnar eru í hafinu. Rúmlega helmingur þeirra er utan við efnahagslögsögu ríkja og þar með í sérstakri hættu fyrir sjóráni, segir í skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Námugröftur á hafsbotni er nýjasta mengunarhættan. Nautilus Minerals er að byrja gull- og kopargröft við Nýju-Gíneu.