Eyðimörk matargerðar

Veitingar

Lyppast hafa niður matstaðir, sem áður voru góðir, frægastir Grillið á Sögu og Sjávarkjallarinn í Geysishúsinu. Mér er sagt, að senn muni Holtið rísa úr öskustó. Ekki veitir af, því að matreiðslu hefur farið aftur í borginni á síðustu árum. Sommelier og Maru hættu og Apótekið er að hætta. Sumir nýir staðir eru sjónhverfingar, líklega settir upp til að vaska peninga úr fíknibransanum. Ég borða á Primavera og Tjörninni, Þremur frökkum og Austur-Indíafélaginu, Laugaási og Tilverunni, Sægreifanum og Kínahúsinu, Jómfrúnni og heima. Því færri verðlaun kokkanna, þeim mun betri matur.