Geir H. Haarde fjölgaði ríkisstarfsmönnum úr 16.000 árið 2005 í 18.000 árið 2008. Jóhanna Sigurðardóttir hefur síðan fækkað þeim aftur úr 18.000 árið 2008 í 16.000 árið 2011. Liðin er sú tíð, að vinstri stjórnir eyði meiru en hægri stjórnir. Dæmið snerist við í tíð Davíðs Oddssonar, sem jafnan hagaði sér eins og nýríkur. Nú á tímum eru vinstri stjórnir sparsamari en þær hægri og hafa næmari tilfinningu fyrir rekstri. Flökkusagan um meira rekstrarvit hægri manna er sprungin í loft upp. Gerðist þegar hægri sinnaðir sukkgreifar settu landið í gjaldþrot með aðstoð eftirlitsleysis nýríkra hægri stjórna.