Reynslan sýnir, að húsaleigubætur virka ekki, því að leiga hækkar til jafns við bætur. Samt ákvað Eygló Harðardóttir að ganga gegn ótal nefndum, sem hún hefur skipað á ráðherraferli sínum. Vandinn felst ekki í skorti á mótvægisaðgerðum, heldur í skorti á launatekjum. Fólk hefur einfaldlega of lág laun til að kaupa íbúð. Nær er að hækka lágmarkslaun upp í 500.000 krónur á mánuði. Hins vegar er það stefna ríkisstjórnar greifanna, að laun megi ekki hækka meira á þremur árum en upp í 300.000 krónur. Lágmarkslaun gilda í mörgum ríkjum heims. Því að vesæl stéttarfélög hafa sjálf misst allan mátt til að gæta hagsmuna umbjóðenda sinna.