Eygló kveinar í Málmey

Punktar

Eygló Harðardóttir reyndi að misnota norræna ráðstefnu kvenna um jafnrétti. Sagði, að Framsókn væri fórnarlamb hatursumræðu, eins og það varði málefni ráðstefnunnar. Rasismi Framsóknar er hvorki jafnréttismál né gerir flokkinn að fórnarlambi. Það eru múslimar á Íslandi, sem voru fórnarlömb hatursumræðu Framsóknar. Þetta sá aðstoðarmaður Eyglóar, Matthías Imsland. Eftir atburðinn þvertók hann fyrir, að velferðarráðherra hafi líkt gagnrýni í garð Framsóknar við hatursorðræðu. Neitaði staðreyndum til að breiða yfir málið. Eygló hefur enn ekki beðist forláts á ósiðlegri þögn sinni um málið í kosningabaráttunni.