Eyhildarholt

Frá gömlu brúnni á Völlum yfir Héraðsvötn norður með vötnunum að Eyhildarholti í Hegranesi.

Fáið fylgd frá Eyhildarholti yfir vaðið á vestari grein Héraðsvatna. Þetta er gömul þjóðleið, en hafa þarf gætur á vaðinu.

Byrjum við gömlu brúna á Völlum yfir Héraðsvötn, rétt norðan nýju brúarinnar. Förum norðvestur með farvegum flóða úr Héraðsvötnum norður í Sporða og þaðan áfram norður með farvegunum á jeppaslóð að bakka Héraðsvatna. Fylgjum bakkanum, unz við komum til móts við Eyhildarholt í Hegranesi. Förum þar yfir Héraðsvötn að Eyhildarholti og síðan norður með heimreið að þjóðvegi 764 um Hegranes.

12,3 km
Skagafjörður

Ekki fyrir göngufólk

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Ingimar Ingimarsson