Frá þjóðvegi 984 við Heyskála um Eyjar að mótum Jökulsár á Dal og Lagarfljóts.
Farið er eftir gömlum götum um landgræðslusvæði.
Förum frá Heyskálum norðaustur með Selfljóti út að hafi. Þaðan um þrjá kílómetra vestur um Sjávarsandsþúfur meðfram ströndinni að Klúkuleiru. Síðan suðvestur um Jórvíkurrima upp að þjóðvegi 984 rétt austan við Stekkamela. Þaðan til vesturs norðan þjóðvegarins að Hóli við Lagarfljót. Norðaustur meðfram fljótinu út að sjó og síðan vestur með sjávarkambinum út að sameiginlegum ósi Lagarfljóts og Jökulsár. Unnt er að panta ferju fyrir göngufólk yfir fljótið.
27,4 km
Austfirðir
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort