Eymd Íslands í Evrópu

Punktar

Egill Helgason skrifaði í gær ágæta grein á vefinn um aðild Íslands að Evrópu. Greinin er rökfastari og markvissari en allt, sem ég hef séð á prenti um málið. Ísland býr við sama hagkerfi og samfélag og Norðurlönd. Það hefur að mestu tekið upp reglugerðir sambandsins. Þarf að vísu að laga hagstjórnina, draga úr sveiflum. Evruna þurfum við að taka upp sem allra fyrst. Svo er fásinna að halda, að samið verði um aðgang erlendra flota að íslenzkum fiski. Það verður eina umræðuefni okkar á samningafundum, eina sérþörfin. Að vera enn utangerðs er til marks um eymd íslenzkra stjórnmála.