Átta mig ekki á, að zúismi sé almennt talin hin eldforna trú Súmera. Zú er bara stytting fyrir misskilning á orðinu Anzú, sem var minni háttar guð í fuglslíki. Framdi ósvinnu í guðahópnum. Stal kórónu aðalguðsins, flaug með hana upp á fjall og var skjótlega drepinn. Helztu guðir Súmera voru Anu, Enlil og Inanna. Einhver húmoristi skáldaði zúisma sem númeri í trúarbragðasögu. Íslendingar eru manna trúgjarnastir. Anzú er hér allt einu orðinn að formlegu guðsfyrirbæri með sinn eigin söfnuð. Líklega hefur honum aldrei áður hlotnazt slíkur heiður á 5000 ára eymdarævi í Mesópótamíu. Á Íslandi verða aumingjarnir heimsfrægir.