“Ég bauð mig EKKI fram til að sitja í þingsal með fólki sem vaknar á hverjum morgni eins og Láki jarðálfur og reynir að finna nýjar leiðir til að vera vont, til þess að skemma og eyðileggja.” Þannig lýsir Margrét Tryggvadóttir réttilega ástandinu á Alþingi. “Þrír þingmenn stjórnarflokkana eru alvarlega þjakaðir af fráhvarfseinkennum frá ráðherradómnum, í prinsippinu á móti öllu bara til þess að vera á móti því.” Ennfremur: “Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn er í alvarlegri tilvistarkreppu og stjórnast að reiði og hatri. Þingflokksformaður þeirra er ósveigjanlegri en stálbiti í burðarvirki álvers og æsir sig svo að eyrun á henni verða eldrauð ef einhver setur sig upp á móti henni.”