Borgarstjóraefni bófaflokksins er ekki söluvara. Hans aðalmál er fagurt mannlíf í þéttbýlli Örfirisey. Þar á hann lóðir, sem hann hyggst koma í hátt verð. Hann á víðar lóðir, sem hann hyggst gera verðmætar í borgarpólitíkinni. Eyþór er bara billegur braskari, svo sem sést langar leiðir. Langtum lakari en forverar hans í oddvitastöðunni. Hann fær þau 25%, sem bófarnir féllu í, þegar kjósendur áttuðu sig á glæpahneigð flokksins. Lægra kemst xD ekki, nema hægt og bítandi, þegar öldruð og ofsótt flokksfífl deyja smám saman út. Lága fylgið á ekki að duga flokknum til neinna valda, en ýmsir flokkar girnast enn hlutverk greifahækjunnar