Eytt og sukkað til sigurs

Punktar

Paul Krugman nóbelshagfræðingur endurómar sjónarmið bandarískra stjórnvalda. Menn eigi að eyða og sukka sig út úr kreppum, alls ekki skera niður. Þetta er mjög amerískt sjónarmið, sem stingur í stúf við þýzku stefnuna að eyða ekki meiru en maður aflar. Krugman telur eyðustefnuna valda þenslu. Einföld leið til að auka atvinnu. Kannski endar mannkynið volaða tilvist sína með því að eyða og spenna auðæfum lands og sjávar. Ekki telst stefna Krugmans vistvæn, en hún nýtur fylgis hér á landi. Til dæmis hjá Ólafi Ísleifssyni hagtækni, er ætíð hefur rangt fyrir sér. Er stefna Flokksins og Lilju Mós.