Eitt erfiðasta verkefnið í stjórnarmyndun Katrínar er sambandið milli gjalda og tekna ríkisbúsins. Flestir átta sig á, að heilbrigðismál hafa setið á hakanum hin síðustu ár. Þar hafi safnast upp vandi, sem brýnt sé að lina sem fyrst. Bent er á aukna auðlindarentu með markaðsverði á kvóta og öllum fiski á markað. Þar hafa vinstri græn verið íhaldssömust. Einnig þarf auðlindarentu á stóriðju, sem notar ímyndaða vexti til að sneiða hjá tekjuskatti. Auðlindarentu þarf í ferðaþjónustu, til dæmis með fullum vaski á mat og þjónustu eða með gistináttagjaldi. Svo er enn óleystur vandi láglaunafólks, öryrkja, sjúkra og aldraðra, er lifa varla á sulti.