Fá endurgreitt í okri

Punktar

Lausn Arion-banka felst í að gefa Högum færi á að okra á almenningi. Hagar eru ekki bútaðir niður í einstök fyrirtæki til að búa til samkeppni. Finnur Sveinbjörnsson tekur meinta hagsmuni eigenda Haga fram yfir hag almennings. Það er gallinn við að sleppa bankastjórum lausum og gera þá að pólitíkusum. Nú er bankinn aftur einkavæddur og telur sig ekki hafa neinar skyldur við þjóðina. Bankinn vonast til að fá peningana sína til baka á þann hátt, að Hagar okri sem mest á almenningi. Þetta er gallinn við einkavæðinguna. Hún felur í raun í sér, að græðgisvæðing áratugarins heldur áfram á fullri ferð.