Að venju reyndi stríðsmálaráðherra Bandaríkjanna að koma illu af stað á fundi Atlantshafsbandalagsins í Bruxelles. Þegar starfsbræður hans frá Þýzkalandi og Frakklandi töluðu, hafði Donald Rumsfeld mikið fyrir að þykjast ekki hafa áhuga á að heyra, hvað þeir sögðu, var önnum kafinn við að fletta skjölum og tala við sessunautana, samkvæmt fréttum Craig S. Smith í New York Times. Ráðherrann hótaði Belgíumönnum brotthvarfi aðalstöðva bandalagsins frá borginni, ef þeir féllu ekki frá víðtækum heimildum í lögum til að draga stríðsglæpamenn fyrir dómstóla. Belgíumenn ætla ekki að taka neitt mark á Rumsfeld. Mjög gott er fyrir evrópska einingu, að vitfirringurinn skuli ganga laus, því að valdamenn fá gæsahúð af návistinni.