Hefðbundnir fjölmiðlar biluðu meðal annars á faðmlögum við ríkisvaldið. Tóku opinbera aðila trúanlega. Í Bandaríkjunum skildu njósnastofnanir fjölmiðlana eftir blóðuga á velli. Starfsmenn leyniþjónustunnar voru inni á ritstjórn New York Times og eru kannski enn. Ritstjórar heimsblaðanna tóku trúanlegar lygar kerfisins. „Hvernig eigum við að vita betur“, sagði einn. Svo kemur allt í einu lygin í ljós í tölvupóstum og gagnabönkum. Einkum að þakka tveim einstaklingum, Chelsea Manning og Edward Snowden, svo og samtökum á borð við Wikileaks og ICIJ rannsóknarblaðamanna, sem eru að grafa í skattaskjólum.