Fæddir gamlir og ættgengir

Punktar

Framsókn er farin að dala í könnunum eftir kúfinn af nýjabrumi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Flokkurinn tapaði á sérstöðu Höskuldar Þórhallssonar í seðlabankamálinu. Mig grunar líka, að hann hafi verið hvattur af nokkrum fjárplógsmönnum, sem telja Framsókn vera sinn pólitíska arm. Flokkurinn tapaði líka á tillögunni um 20% niðurfærslu skulda. Hagfræðingar hökkuðu hana í sig og kjósendur létu ekki ginnast, samkvæmt nýjustu könnun. Ég held, að Framsókn eigi erfitt með að búa til skil milli gömlu og nýju Framsóknar. Mörg nýju andlitanna eru fædd gömul og sum eru raunar bara ættgeng.