Heldur fækkar í frækinni lest þingmanna Framsóknar, sem enn vill láta reisa ríkisvædda áburðarverksmiðju til að blása ungu fólki „von í brjósti“. Eins og segir í baráttuljóðinu: „Fram unga fólk undir Framsóknar merki, hér á þjóðin örugga von“. Fabrikkan á að kosta 120 milljarða og útvega 200 manns starf undir Framsóknar merki. Framlag þingmanna Framsóknar til atvinnumyndunar. Telja ríkið + skattgreiðendur svo ríka, að þeir geti kastað 600 milljónum á sérhvert starf. Verður dýrasta atvinnumyndun heims, eitt af heimsmetum Sigmundar Davíðs. En nú hefur Frosti Sigurjónsson séð ljósið og hlaupizt undan þessu Framsóknar merki.