Ríkisstjórnin vill leysa allan velferðarvanda með að færa til peninga. Þannig styttir hún biðlista með að lengja biðlista í hjartaþræðingu. Hún gerir dýr lyf ódýrari með að hækka verð ódýrari lyfja. Hún setur fé í einkavinavæðingu með að svelta Landspítalann um peninga. Vitleysingarnir, sem kjósa Sjálfstæðisflokkinn, telja þetta hið bezta mál. Þegar kvartað er um fjárskort, flytur ríkisstjórnin fé frá einum stað til annars. Hún fæst ekki til fjármagna nauðsynlega velferð. Hún hefur slegið svo mikið af auðlindarentu og auðlegðarskatti, að hún hefur ekki alvörupeninga til neins góðs. Þetta kallast ofstækisfull hægri nýfrjálshyggja.