Fáfróðir eigendur sumarhúsa

Hestar

Hefðbundnir landeigendur á Íslandi þekkja takmörk eignaréttar á landi. Þeir vita, að umferðarréttur gildir um land. Þetta vita hins vegar ekki ýmsir sumarhúsaeigendur úr þéttbýli. Virðast halda, að bandarískur eignaréttur á landi gildi hér á landi. Telja eignarétt vera algildan, án takmarkana. Þeir reyna að girða sig inni, þótt slóðir liggi um land þeirra. Þeir banna umferð, sem þeir hafa enga heimild til að banna. Einkum eru það eigendur sumarhúsa og erfingjar lands, sem valda árekstrum í samskiptum eigenda og ferðamanna. Samskipti ferðamanna við hefðbundna bændur eru hins vegar góð.