Margt ungt fólk tekur persónumiðla á borð við YouTube og Facebook fram yfir upplýsingamiðla á borð við Google og Wiki. Það hefur minni áhuga á fréttum en eldri kynslóðir höfðu á þess aldri. Það er furðulega illa upplýst, en hefur þó miklar skoðanir, til dæmis í bloggi, jafnvel undir nafni. Margt ungt fólk er meira sjálfmiðjað en eldri kynslóðir voru á þess aldri, hugsar mest um eigið líf. Það hafnar einstökum atriðum í tjáningarfrelsi, telur rétt að setja hömlur á rangar eða vondar skoðanir. Til dæmis útlendinga-, gyðinga- eða arabahatur. Framtíð lýðræðis er því ekki í traustum höndum.