Fagnaðarlæti hrunverja

Punktar

Fimm ára afmælis bankahrunsins er fagnað víða um bæ. Fyrst sáum við Ásgeir Jónsson, greiningarstjóra Arion, segja okkur frá þessum merkisatburði. Menn muna eftir þjóðlega bjartsýnum spám hans þá. Síðan kom Geir H. Haarde í sjónvarpið og sagði okkur frá afrekum sínum við að keyra upp hrunið. Urðu um tíma að frægu dómsmáli. Og síðast kemur rúsína pylsuendans í kvöld. Þá mætir Davíð sjálfur Oddsson í sérstakan frelsiskvöldverð og minnist afreka sinna í vönduðu skipulagi hrunsins. Kvöldverðinn sækja hundrað beztu bógar okkar þjóðar og borgar hver fyrir sig þrjátíu þúsund krónur fyrir opinberunina.