Fagnaður á Austurvelli

Punktar

Senn lýkur fagnaðarlátunum á Austurvelli yfir gjafmildi ríkisstjórnarinnar, sem dreifði skattfé til fátækra banka. Fólk fagnaði auðvitað, að peningurinn væri notaður í bankamál í stað þess að sukka þeim á Landspítalanum. Forsætisráðherra sannfærði okkur um, að fundir á Austurvelli hafi sýnt stuðning við framsýni og snilli ríkisstjórnarinnar. Taldi þó óheppilegt að gera það á Degi gleðinnar miklu. Þegar þjóðin fagnar heimsfrægu heimsmeti í lausn á forsendubresti banka. Þjóðin kom samt til fundar á Austurvelli. Hún sló í potta og veifaði kústum til heiðurs Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, er hefur sópað allri skynsemi úr pólitík.