Fagraskógarfjall

Frá Hítardal á Mýrum að hestarétt ofan við Kaldármela.

Tengileið milli reiðleiða á Mýrum og í Hnappadal.

Grettisbæli er strýta með helli í Fagraskógarfjalli, þar sem Grettir hafðist lengi við. Leiðin liggur undir strýtunni.

Byrjum á vegi frá Hítardal að Hítarvatni, rétt vestan bæjar í Hítardal. Förum þaðan eftir veiðivegi suðvestur að Hítará og Fagraskógarfjalli. Rétt sunnan við eyðibýlið Velli förum við yfir Hítará og eftir götum undir fjallinu fyrir suðausturhorn þess. Við erum þar undir Grettisbæli og Fagraskógarfjalli. Förum vestur með fjallinu um eyðibýlin Moldbrekku og Skóga og síðan norður með fjallinu að rétt við Kaldá í mynni Kaldárdals. Þaðan er farið niður með ánni um Hraunsmúla að Kaldármelum.

11,6 km
Borgarfjörður-Mýrar, Snæfellsnes-Dalir

Nálægir ferlar: Svínbjúgur, Múlavegur, Kolbeinsstaðafjall.
Nálægar leiðir: Hítardalur.

Skrásetjari: Glaður, hestamannafélag
Heimild: Jónas Kristjánsson