Hef verið að skoða kynbótadóma hrossa frá sumrinu. Það slær mig, að fötluð hross, sem ekki skeiða, fá oft hrikalega góða dóma fyrir útlit. Það stafar af, að útlitsdómar byggja ekki á vísindum, heldur gömlum hefðum um danska kerrubrokkara. Eins og dómkerfið sé að biðja um dólgabrokkara með skeiði. Betra væri að miða við skeiðara með brokki. En þó aðeins mjúku brokki. Það brokk, sem verðlaunað er á kynbótasýningum, er bara stampagangur án mýktar. Við getum ekki endalaust ræktað sirkushesta, sem aðeins fagmenn geta setið. Þurfum að finna eðlisgang íslenzkra hesta í fortíðinni, skeiði og valhoppi.