„Fagurt skaltu … mæla“

Punktar

„Ef þú átt annan, þann er þú illa trúir, viltu af honum þó gott geta, fagurt skaltu við þann mæla, en flátt hyggja.“ Svo segja Hávamál. Sigmundur Davíð hafnar þessu. Skammar erlenda vogunarsjóði, segist munu taka þá í bakaríið. Ummæli hans draga úr væntingum viðsemjenda. En hafa þá aukaverkun, að menn vantreysta Íslendingum. Telja lánað fé vera horfið fé. Því verður þjóðin að hanga of lengi í gjaldeyrishöftum. Og þess vegna verður ekki virkjað fyrir stóriðju. Til slíks vantar erlent lánsfé, sem ekki liggur á lausu. Gerir að vísu lítið til, því að fyrir slíka orku fengist bara ömurlegt tombóluverð.