Vegna óvinsælda stríðs og hernáms og vegna skorts á heimild af hálfu Sameinuðu þjóðanna hefur stjórn Indlands ákveðið að neita að senda 17.000 manna hernámslið til Íraks, þrátt fyrir mikinn þrýsting Bandaríkjastjórnar. John Kifner segir í New York Times, að þetta sé mikið áfall. Frakkland og Þýzkaland senda ekki her af sömu ástæðum. Bandaríkin eiga erfitt með að fá aðstoð við hernámið og verða sennilega sjálf að fjölga í liðinu. Það verður tæplega vinsælt heima fyrir, þar sem fólk er meira fyrir spretti en úthald.