Nick Hanauer er ekki eini bandaríski auðmaðurinn, sem hvetur kollega sína til að hætta að stela af fátækum. Þar eins og hér geta starfsmenn skyndibitastaða ekki lifað af launum sínum. Hinir auðmennirnir eru þó margfalt fleiri, sem eru harðir á að verja gripdeildir sínar. Um öll Bandaríkin hafa lögreglunni verið afhent vopn á borð við skriðdreka, brynhlífar og hríðskotabyssur. Yfirstéttin þar vestra er þannig byrjuð að undirbúa sig fyrir byltingartilraun fátæklinga. Þar á eftir að verða mikið blóðbað. Ekki eru heldur merki hér um sinnaskipti auðmanna. Hamast í skjóli bófaflokka við að draga meira og meira fé úr umferð.