Samkvæmt óbirtri skoðanakönnun Morgunblaðsins styður afgerandi meirihluti aðild Íslands að Evrópu, ef góð sátt næst um sjávarútveg. 71% voru fylgjandi aðild með því skilyrði, þótt afgerandi meirihlti væri annars andvígur aðild. Morgunblaðið birti bara aðra niðurstöðuna, án fyrirvarans um sjávarútveg. Vegna róttæks fjandskapar Davíðs í garð Evrópusambandsins. Dæmi um afleitt ástand fjölmiðlunar nú á dögum. Óbirtu tölurnar sýna, að ekki er enn öll nótt úti um aðild Íslands að Evrópu. Ef niðurstöður samninga verða þolandi, er líklegt, að þjóðin fari að sjá ljósu hliðarnar á aðild að umheiminum.