Falsa og strika út

Punktar

Charles Levendosky segir í New York Times, að ríkisstjórn Bandaríkjanna láti kerfisbundið falsa eða strika út rannsóknaniðurstöður opinberra stofnana, ef þær stríða gegn róttækri hugmyndafræði hennar. Hann nefnir nokkur dæmi um þetta, einkum á sviði umhverfismála og heilbrigðismála. Hann telur, að þetta leiði til, að skýrslum slíkra stofnana verði hér eftir vantreyst.