Flautublásarar innan Alþjóða orkumálastofnunarinnar upplýsa, að stofnunin falsar tölur um heildarmagn olíulinda. Gerir það til að valda ekki hræðslu fólks. Er raunar ekki eina stofnunin, sem reynir með fölsunum að hafa vit fyrir fólki. Þeir, sem sitja inni með þekkingu, halda henni gjarna leyndri. Samanber bankaleynd. Samkvæmt leiðréttum tölum er líklegt, að vinnsla nái hámarki árið 2020. Eftir það minnki hún og verði dýrari, því að þá þarf að ná olíu við erfiðari aðstæður. Þýðir, að heimsbyggðin verður að vinna hraðar að nýtingu orkugjafa, sem geta leyst þverrandi olíu af hólmi.