Almannatenglar telja sig hafa uppgötvað, að séu staðreyndir erfiðar flokkum, sé bezta ráðið að framleiða falskar staðreyndir. Þær séu svo endurteknar nógu lengi til að kjósendur fari að trúa upplognum staðreyndum. Bófaflokkurinn er með röð af fölskum staðreyndum, studdum gröfum og súlum. Í fölsku staðreyndunum er haldið fram, að fé til heilsuþjónustu hafi sprungið út. Að bil milli ríkra og fátækra hafi minnkað. Staðreyndirnar eru þveröfugar. En það skiptir ekki máli fyrir bófaflokkinn, sem reynir bara að draga til sín fylgi hinna fáfróðustu. Keppir í fjölbreyttu og vinsælu lýðskrumi við Sigmundista og Flokk fólksins.