Ferðaþjónustan hefur svo mikið að gera, að sums staðar er hún komin að yztu mörkum þess, sem innviðirnir þola. Nánast útilokað er að finna gistingu í Reykjavík og bílaleigubílar eru ófáanlegir. Þriðja hver búð í miðborginni stílar á túrista. Ferðaþjónustan hefur orðið að kalla í viðbótarmannskap til að anna öllu þessu, sumpart með hlutavinnufólki. Ég gizka á, að um þúsund manns á höfuðborgarsvæðinu vinni svart í greininni. Drýgi atvinnuleysisbætur sínar með illa borguðu hlutastarfi við ferðaþjónustu. Enn fleiri vinna svart í byggingaiðnaði. Atvinnuleysi er miklu minna en opinberar tölur sýna.