Þá er endanlega búið að ákveða kjördag 29. október. Þingmenn farnir á taugum, sjá þingmennskuna ganga sér úr greipum. Verða uppteknir af kjördæmafundum næstu vikur. Lítil mæting verður í þingnefndum og þingfundum. Þar verða helzt þeir, sem þorðu ekki einu sinni að biðja um endurráðningu. Við slíkar aðstæður er ekki vit í að halda störfum alþingis áfram. Þar verða bara endalausar frestanir vegna fjarvista stjórnarþingmanna. Eins gott væri fyrir ríkisstjórnina að sjá örlögin. Þrír plástrar á stjórnarskrá skipta litlu máli. Ekki er ósætti um höft og húsnæði. Þeirra vegna væri hægt að slíta alþingi strax í dag eða um helgina.