Fanatískir feðgar

Punktar

Líkur benda til, að Bjarni Benediktsson hafi sem dómsmálaráðherra í Kalda stríðinu látið hlera síma pólitískra andstæðinga á Alþingi. Það væri gróft brot á hefðum þingræðis, þótt George W. Bush hafi látið FBI leita á skrifstofu þingmanns demókrata í sjálfu þinghúsinu um daginn. Sonur Bjarna er nú dómsmálaráðherra og vill, að kerfið sjálft stjórni rannsókn á meintum afglöpum föðurins. Að vonum er stjórnarandstaðan ósátt og vill, að Alþingi skipi rannsóknarnefnd. Sú leið ein er líkleg til að finna, hvort pólitískt hatur hafi farið út í öfgar.