Í Bretlandi ræða álitsgjafar núna um tilgang fangelsa eða öllu heldur tilgangsleysi þeirra. Þeir eru uppteknir af kenningum um, hvort fangelsi séu betrunarhús eða ekki. Og hvort samfélagið sé upptekið af refsigleði. Málið snýst um hvorugt. Fangelsi eru ekki til að bæta fólk og ekki til að refsa því. Fangelsi eru til að losna við fólk úr umferð. Þau eru fyrst og fremst geymslustaðir fyrir síglæpamenn, sem taka upp fyrri iðju um leið og þeir losna. Samfélagið þarf verndun gegn ofbeldismönnum, nauðgurum og öðru úrþvætti. Algert aukaatriði er, hvort fangelsi sé líka refsing eða skóli.