Fangelsi til fagnaðar

Punktar

Bandaríkin hafa hlutfallslega fleiri borgara í fangelsi en nokkurt annað ríki. Einn af hverjum hundrað fullorðinna situr inn. Þetta eru 1,6 milljón manns. Ellefu af hverjum hundrað ungum svertingjum sitja inni eða hafa setið inn. Það segir allt sem segja þarf um misjafna stöðu kynþátta þar í landi. Næst á eftir Bandaríkunum í dálæti á fangelsum koma Kína og Rússland, sem seint verða talin vera fyrirmyndarríki. Kína beitir líka dauðarefsingum eins og Bandaríkin, svo og leppstjórn Bandaríkjanna í Írak. Allt er þetta partur af heimsmynd, sem er framandi almenningi í Evrópu.