Gegn vilja þínum lifir þú í spilavíti, þar sem rangt er gefið. Kjaramælingar sýna, að gjáin milli ríkra og fátækra hefur aukizt síðustu tvo áratugi. Í stað hærri launa fékkstu aukið lánasvigrúm. Þér leið eins og þú hefðir bætt kjörin, unz hrun og forsendubrestur dundi á þér. Ný ríkisstjórn stöðvaði þá frekari gliðnun gjárinnar. Með valdatöku auðgreifa í fyrra var aftur efnt í gliðnun. Umbar auðgreifanna veittu þeim afslátt af auðlindarentu og afnámu auðlegðarskatt þeirra. Byrðar hrunsins hvíla núna á afkomendum þínum og þú fattar ekki neitt. Þú ert svo skuldum vafinn að þú tímir ekki að rísa upp.