Tölfræðina vantar í blogg Guðmundar Magnússonar um orðaval mitt um ævina. Segir, að ég hafi notað orðið “rugl” 395 sinnum og “fífl” 107 sinnum. Er að reyna að lauma inn, að ég sé orðljótur. Ég hef skrifað 8087 greinar um ævina. Því er fyrra dæmið í 4% tilvika og síðara dæmið í 1% tilvika. Hann hefði getað valið orð eins og “fínn” og fundið, að það sést 1813 sinnum. Eða “gott”, sem sést 1048 sinnum. Skrif hans eru marklaus, því að hvorki heild né samanburður sést í dæminu. Sá, sem skrifar 8087 greinar er án efa leiðinlegur, ef þar vantar góða íslenzku á borð við “rugl” og “fífl”.