Framsókn gerir sér það til dundurs á þingi að leggja til, að íslenzkar afurðir verði merktar fánanum. Sér fyrir sér biðraðir í Fortnum & Mason, þegar þangað koma Ora baunir, Vals tómatsósa og Gunnars majones. Allt prýtt íslenzkum fána á umbúðum. Kaldhæðnir þingmenn benda þó á, að vænlegra til árangurs væri að setja mynd af Björk á umbúðirnar. Afdalakarlarnir með mosann í skegginu lifa í sérkennilega brengluðum heimi. Fremstur fer forsætis, vefur jafnan um sig fánanum og fer með þjóðsönginn, þegar menn atast í honum. Tillaga Framsóknar er sögð leiða til fleiri atkvæða í kosningum. Kjósendur eru veikir fyrir innantómri þjóðrembu.