Fáokun á lykilsviðum

Punktar

Fleiri atvinnugreinar eru háðar fáokun en Ríkisútvarpið og aðrir fjölmiðlar. Ef þingmenn vilja hindra slæm áhrif þröngs eignarhalds á lykilsviðum lífsins, geta þeir einnig snúið sér að benzíni, tryggingum, flugi, bönkum, og svo framvegis endalaust. Þeir geta sett reglu um mörk við fjórðungs eignaraðild í fyrirtækjum með þriðjungs markaðshlutdeild. Slíkt ætti raunar að vera gleðiefni stjórnlyndum flokkum, sem vilja skipuleggja einkaframtakið. Sennilega eru til atvinnugreinar, þar sem fáokun er orðin skaðlegri neytendum en meint fáokun fjölmiðlanna, sem raunar enginn hefur séð.