Alþingi ræðir hver lögin á fætur öðrum til að stöðva verkföll hjá Icelandair. Fyrirtækið sé komið í slíka lykilstöðu, að þjóðin þoli ekki verkföll þar. Hér eftir mun Icelandair ekki vilja semja. Í trausti þess, að ríkisstjórnin reddi sér. Þar með er brostinn grundvöllur samninga um kaup og kjör. Ríkisstjórnin vill auðvitað brjóta stéttarfélög á bak aftur til að bæta hag hinna ríkustu. Dæmi Icelandair sýnir líka, að ófært er að eitt fyrirtæki eigi nánast heila atvinnugrein og ógni samfélaginu. Ríkið þarf að búa vel í haginn fyrir meiri dreifingu markaðshlutdeildar í of fámennu þjóðfélagi. Fáokun í flugi kostar.