Nú er aftur komið í tízku að reisa verbúðir. Í gamla daga voru þær einkum fyrir farandþræla á vertíð. Hinar nýju verða svipaðar. Fyrirtæki bjóða vinnu og húsnæði í einum pakka til að geta ráðið farandfólk. Hentar auðvitað bezt, þegar vinna er árstíðabundin. Til dæmis í byggingum, sem eru fólksfrekari á sumrin. Þá er hægt að flytja inn sumarþræla og bjóða lausar íbúðir til leigu á haustin. Ikea verður ekki versta dæmið um þetta, en dæmin verða fleiri. Skinney-Þinganes er á svipuðu róli og nokkur smærri fyrirtæki. Um leið og fólk missir vinnuna, missir það íbúð sina. Þannig ná framtakssamir atvinnurekendur fastari tökum á vinnuþrælum sínum.