Við höfum góða yfirsýn yfir tjónið, sem varð, þegar innlend verðmæti voru ryksuguð til að borga villtar fjárfestingar erlendis. Við vitum, að sjóðir fólksins, lífeyrissjóðirnir, töpuðu tugum milljarða. Við vitum, að ríkið hefur enga burði til að bæta tjón eigenda fjármagns. Þess vegna skiljum við enn síður en áður, hvers vegna vanhæfa ríkisstjórnin dró að landi sjóð níu í Glitni. Hvers vegna hún dró að landi peningamarkaðssjóðina. Við skiljum ekki heldur, hvers vegna fjármálaráðuneytið dregur núna tvo banka að landi. Allt þetta er fáránlegt í ríki, sem þarf að hafa fé til að gæta hagsmuna alþýðu.