Hástig fáránleikans er, að tóbaksbanni er kennt um sóðaskap og hávaðasamt ofbeldi í miðbænum. Ef slíkt hefur aukizt eftir tóbaksbannið, er ekki því um að kenna, heldur þeim, sem reykja. Þeir, sem reykja fyrir utan búllur, valda sóðaskap og hávaða. Þeir eru vandamálið og þeirra tóbak. Bannið er ekki vandamálið, það er sjálfsögð heilbrigðisaðgerð. Bannið reykir ekki og sukkar ekki. Nú þarf að taka á þessum tóbaksruddum. Þeir hafa ekki aðeins magnað miðbæjarvandann. Þeir reyna líka að kenna öllu öðru en sjálfum sér um vandræðin. Sem hljótast þó greinilega af þeirra eigin tóbaki og sukki.