Fáránlegur samningur

Punktar

Nú hefur komið í ljós, að tapið á Kárahnjúkavirkjun verður enn hrikalegra en óttazt hefur verið, rúmlega fjórir milljarðar króna á ári hverju. Miðað við núverandi álverð, sem er 1370 dollarar á tonnið, verður kílówattstundin frá Kárahnjúkum seld á 1,30 kr, en þyrfti að seljast á 2,30 kr til að svara kostnaði. Nýgerður og óstaðfestur samningur Landsvirkjunar við Alcoa jafngildir þrúgandi skuldafangelsi afkomenda okkar áratugum saman, fáránlegasti samningur Íslandssögunnar.